þriðjudagur, júlí 19, 2005

3 mánaða skoðun

Í gær fór ég með Maríu í 3 mánaða skoðun. Það gekk allt rosalega fínt nema hún var dáldið lítil í sér í sprautunni. Ekkert stórvandamál samt. Ég talaði um mjólkurleysið í mér en hjúkkan sagði að miðað við þyngdartölurnar þyrfti ég nú ekki að hafa áhyggjur :) María var búin að þyngjast alveg meira en fínt síðan síðast og lengjast um 3 cm. Svo sagði hún líka að það hefði allt að segja að ná að leggja sig smá á daginn, svo núna er sameiginlegur lúllitími hjá okkur mæðgunum á milli 4 og 5 á daginn :)

Annars þá fór ég með Sigga bró, Eddu og Rakel á Snoop Dogg á sunnudaginn. Ágætistónleikar, nema mér fannst Snoop koma heldur seint á sviðið, Edda var alveg búin í bakinu og orðin toasted af hita þegar hann loksins kom og hún þurfti að fara heim fljótlega eftir að hann kom inn :( Og þessar upphitunarhljómsveitir, þvílíkt tað! Jesús minn einasti, hef sjaldan heyrt aðra eins hávaðamengun. Erpur kannski bjargaði því sem bjargað varð...

G.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home