Mjólkin
Auðvitað er Móðurást með lokað á laugardögum í sumar, ekki að því að spyrja þegar Gréta ákveður að kíkja við... En annars þá er ég með sterkan grun um að þessi mjólkurskortur hjá mér stafi af því að ég borða ekki nóg. Ekki það að ég sé að reyna að megra mig með því að borða eitthvað lítið, það bara einhvern veginn gleymist yfir daginn að borða. Tíminn flýgur bara áfram og maður fattar ekki neitt fyrr en svimakast skellur á og sykurfall og tilheyrandi hausverkur banka upp á í kjölfarið. Ætla að reyna að passa þetta betur.María er orðin svo stór að hún fékk nýtt bað í dag :) Blár baðbali úr IKEA, hann er reyndar ekki mikið stærri en hvíti balinn, en hann er samt rýmri, munar um allt. Hún er svo mikill froskur í baðinu, sparkar og sparkar! Hlýtur að sakna sundsins :) Þess vegna fengum við nýtt bað til að hún væri ekki alltaf að reka hausinn í þegar hún sparkar.
Svo er María farin að hjala og slefa svo mikið að fyrsta alvöru orðið hlýtur að fara að detta í hús! Og svo er grípa-í-hárið-á-mömmu-tímabilið byrjað líka :( Ég fer með hana í 3 mánaða skoðunina á mánudaginn, ég hlakka til að sjá hvað hún hefur stækkað, örugglega mjög mikið. Vona að sprautan eigi eftir að ganga vel samt...
Gréta - nóg að gera.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home