Finally
...er kallinn farinn að standa sig sem kærast :) Lét mig fá fullt af pening í dag og sagði mér að fara að kaupa mér föt. Vííííí! En þar sem ég hef ekki keypt mér föt í meira en ár þorði ég ekki ein og hringdi í Elísu, professional shopper og hún kom með í Smáralindina. Fékk mér nokkrar nýjar spjarir, allt annað líf, verð að gera þetta oftar.Reyndar var svo mikið að gera hjá mér við að eyða peningunum hans Leifs að ég gleymdi næstum því að ná í hann í vinnuna *úbbs*. Fattaði það svona kortér í 4 að hann er bara að vinna til 4 á föstudögum, jebb, Leifur farinn aftur að vinna í Samskip þannig að við María erum bara einar á daginn núna. Þetta nýja ástand raskaði aðeins planinu hjá mér og það varð ekkert úr því að ég færi í Móðurást til að kaupa mér mjólkuraukandi te. Verð að fara sem fyrst.
Já, svo er það orðið skjalfest að við verðum hérna á Sóleyjargötunni í amk. ár í viðbót. Samningar varðandi það undirritaðir í dag. Í kjölfarið fór ég á flippkast og er búin að gera breytingaráætlun fyrir heimilið upp á ca. 30.000. Innbúið þarf að vera aðeins meira in style, ætla að fara að skipta út öllu skrautinu, þið vitið, myndunum á veggjunum, blómapottunum, styttum, myndarömmum og púðum, fá smá þema í gang - svona girlystöff.
En jæja, tími til að planta sér fyrir framan imbann, The Swan verður endursýndur á eftir. Missti af þættinum í gær því við fórum á Madagaskar. Myndin var góð, en það vantaði samt eitthvað töts, kem því ekki alveg fyrir mig hvað það er. En hún endar samt í safninu eins og allar aðrar teiknimyndir :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home