fimmtudagur, júlí 28, 2005

Ripley's Believe it or not!

Í þættinum annað kvöld verður fjallað um Íslendinga sem sjálfviljugir hafa ákveðið að eiga ekki bíl... Nei, nei, kannski ekki alveg, en það mætti halda að slíkt uppátæki teldist til mikilla tíðinda miðað við þau viðbrögð sem við fengum frá okkar nánustu þegar við tilkynntum að við ætluðum að selja gripinn. Athugasemdir eins og "þið eruð semsagt komin algjörlega á kúpuna" og "ætlið þið að hætta að umgangast fólk?" sýndi okkur hvaða álit vinir og vandamenn hafa á okkur: við erum aumingjar með hor þegar kemur að fjármálum! Mamma hans Leifs hélt m.a.s. að hann væri á leiðinni í fangelsi! Díses kræst.

En ég get nú glatt mannskapinn og tilkynnt með góðri samvisku að fjármálin eru alveg í bærilegasta ástandi hér á bæ, þó við höfum þurft að herða aðeins sultarólina á meðan við vorum bæði í fæðingarorlofi. Þessi ákvörðun tengist fjármálanámskeiðinu sem við vorum á um daginn. Við ákváðum að losa pening út úr bílnum, borga niður neysluskuldirnar allar á einu bretti, kaupa ferð til Florida og splitta svo restinni á milli okkar :) Bjútí. En við ætlum ekkert að vera bíllaus forever, ef maður ætlar einhvern tímann að vera bíllaus á Íslandi þá er gott að miða við að gera það yfir hásumarið, þetta er ekki eitthvað sem ég nenni að gera í janúar... Næsta Vökuuppboð á bílum verður 3. september, þá kaupum við aftur bíl :)

Reyndar fannst tengdó svo ómögulegt að við værum ekki á bíl að við fengum Opelinn lánaðan, svosem ágætt, en ég býst við að við munum skila honum eftir helgina og prófa að vera á strætó í einn mánuð :) Þeir taka það bara til sín sem eiga (bíl) að koma í heimsókn til okkar núna í ágústmánuði til tilbreytingar.

Að öðrum málum þá er það orðið official að ég er gjörsamlega staurblind á andlit og nöfn. Ég kaupi Séð&Heyrt reglulega, eða í kringum Verslunarmannahelgina annað hvert ár og í gær keypti ég nýjasta blaðið. Fór beint að gera krossgátuna auðvitað :) sem er svosem ekki í frásögur færandi nema að ég gat ekkert gert krossgátuna. Var bara eitthvað "Leifur, hvaða fólk er þetta hérna?... Keanu Reeves? ó, já, sé það núna... En þessi? Sara Jessica Parker? Hver er það? Jæja, skiptir ekki máli". Ótrúlegt, hvernig er hægt að vera svona slow in the head? Ég er reyndar með einhverja áverka á toppstykkinu síðan ég datt á hjóli í gamla daga, gæti trúað því að einhver sella þarna á bakvið hafi hrokkið úr sambandi við það, hlýtur að vera.

Já, og eitt í viðbót, ég missti af vinningi í Víkingalóttóinu í gær! Tölurnar mínar komu upp :( Reyndar ekki í stóra pottinum, bara í Jókernum, hefði unnið 2000 kall! Helvíti að missa af því...

G.

1 Comments:

At 9:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Ég segi bara gott hjá ykkur að taka ykkur á fjárhagslega.. Ef eitthvað er þá er jafnvel bara auðvelt fyrir ykkur að fara í strætó.. Þurfið ekki að pakka saman vagninum og svona dót. Bara að keyra inn og vollaaa!!

Já ég tek það til mín.. en ég á ekki bíl heldur.. en það er nú ekki svo langt á milli okkar :)

Gangi ykkur vel
Over and out, Þóra

 

Skrifa ummæli

<< Home