miðvikudagur, júlí 27, 2005

Kjútí



Datt í hug að setja eins og eina nýja mynd af Maríu á vefinn. Ég veit ekki afhverju, en við erum búin að vera þvílíkt léleg í myndatökum núna í sumar. Kannski af því að myndavélin mín er svo mikið krapp að ég nenni ekki að nota hana lengur... Oh, nú finn ég mikla þörf fyrir að kaupa mér nýja vél, aldrei gott að "þurfa" nauðsynlega að kaupa eitthvað. Mig langaði að halda í mér þangað til að við Leifur förum út og kaupa ódýrt þar, veit ekki hvort ég meika það :( Slæmt, slæmt, slæmt.

Siggi bró tók þessa mynd af Maríu, ég fann hana á netinu! Nánar tiltekið á bumbublogginu þeirra Eddu. Siggi er að klára vaktatörn í dag, ætla að herja á hann núna í fríinu að afhenda mér myndirnar úr skírninni (spáðíessu, kominn mánuður síðan það var!).

Annars verður það bara Grafarvogur 2005 núna um helgina. Fínt. Sendum mömmu og pabba í útilegu og förum sjálf bara upp í Garðhús og notum það fyrir bústað. Hvað gerir maður hvort sem er annað en að grilla og vera í heita potti í bústöðum? Nákvæmlega það sem við munum gera heima hjá mömmu og pabba :) Algjörlega laus við alla umferðatraffík og ferðastress, svona á þetta að vera.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home