þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Sweden

Jæja, þá er Sóleyjarfjölskyldan á leiðinni út í heim :) Við ætlum að heimsækja Unu systur hans Leifs til Svíþjóðar í lok mánaðarins. Vona að það gangi allt saman vel. Mér finnst pínu skrítið að bóka allt á netinu og prenta bara út mína eigin farmiða og svona. Við förum til Kaupmannahafnar og verðum þar eina nótt, fundum hótel á 8000 kall sem telst víst nokkuð gott. Una ætlar svo að bóka okkur í lestina yfir til Svíþjóðar fyrir 700 kall, veit ekki alveg hvort hún hugsar í sænskum eða íslenskum krónum, hlýtur eiginlega að vera sænskar krónur.

Helgin var nokkuð góð. Fengum þá flugu í hausinn að fara í Bláa Lónið í gær. Hey, frídagur verslunarmanna, allir í útileigu og frekar sjabbí veður, örugglega enginn í Lóninu... nei, nei, hef aldrei lent í annari eins traffík! Röðin náði út úr húsinu og það voru meira en 20 rútur á svæðinu og leiðsögukonur með heilu bakkana af aðgangsarmböndum kallandi út um allt á fólkið sitt. Jésús minn, maður þakkaði bara fyrir að troðast ekki undir í kvennaklefanum og svo þessir útlendingar, ekki sjéns að þeir geti notað armböndin rétt. Alveg merkilegt, þeir komast ekki inn, geta ekki fundið sér skáp og lokað honum eða opnað aftur og alveg örugglega geta þeir ekki komist út aftur í lokin.

Ég reyndi að hjálpa til og rifja upp skólaþýskuna. Gafst upp á því þegar ég fattaði að ég var að tala við Frakka, þá fyrst verður það hopeless. Reyndi að gera nokkrar sýnikennslur á mínum skáp og reyna að sýna að það gæti ekki nema einn í einu lokað skápnum sínum... *SIGH* Jæja, gat hjálpað svona 3 konum :)

Bætti við myndum á netið: Júlí 2005

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home