föstudagur, ágúst 12, 2005

"Bumbu hittingur"

Í gær fórum við María á hitting. Það var með stelpunum af msn-grúppunni minni sem voru óléttar á sama tíma og ég og áttu börn í mars og apríl á þessu ári. Við vorum saman komnar þarna 9 mömmur með 9 kríli, ótrúlega mikil kjútís. Ég var því miður ekki með myndavél á mér, en ef hinar skvísurnar deila sínum myndum þá kannski nappa ég einu góðu eintaki og skelli inn við tækifæri :)

Fínt að hitta mömmur á svipuðu reki, þá fær maður svo góðan samanburð á því hvernig allt gengur, alveg frá brjóstamálum yfir í það hvort tærnar á börnunum séu að þroskast eðlilega. Við komum bara nokkuð vel út verð ég að segja, sérstaklega er ég ánægð núna með mjólkurmálin á heimilinu, gengur oftast vel að mjólka en á kvöldin er oft lítið af mjólk og þá er ég farin að hafa það sem reglu að gefa henni pela fyrir svefninn (sem ég er svo líka að vona að eigi eftir að hjálpa til við að venja hana af brjósti en það getur víst oft verið svaka erfitt á kvöldin þegar börn eru vön því að róa sig niður fyrir svefninn á brjóstinu).

Svo er ég víst bara ótrúlega heppin að vera komin með dagmömmu, nokkrar mömmur þarna sem komast hvergi að og ein lenti mas. í því að vera skömmuð fyrir að leita sér svona seint að dagmömmu, það hefði bara átt að gerast síðasta haust! Það er naumast, við vorum allar komnar svona 3-4 mánuði á leið síðasta haust og þá var ég nú ekki farin að spá í það að finna dagmömmu eða hvenær ég færi aftur að vinna eftir fæðingarorlofið...

Jæja, best að fara að læra aðeins, bara 3 dagar í sumarprófið.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home