Ættarmót hið síðara
Það var ættarmót hjá minni fjölskyldu núna um helgina. Við fórum reyndar bara á laugardaginn og vorum eina nótt en ekki tvær út af litla grisling.En á föstudaginn tók Leifur upp á því að bjóða mér á deit. Vá, ég hef varla farið á svoleiðis frá því fyrir óléttu. Fórum út að borða og svo á stutt djamm, aðallega var hann að sýna mér staðina Nasa og Hressó (jebb, hef hvorugan séð þar til núna um helgina! ein slöpp í djamminu). Við hittum á afspyrnu léleg kvöld á báðum stöðunum að sjálfsögðu, Nasa lokaði kl.12! Bara skúringarljósin á og byrjað að stafla stólunum þegar við vorum nýsest og komin með glas í hönd, og tveir laglausustu trúbadorar Íslands voru að spila á Hressó. Mér fannst samt alveg gaman, fékk mér únó kokteil og allt :)
Svo var það Stóru-Vallar ættarmótið á laugardeginum. Ég hafði vit á því að vera með Maríu í kjól á þessu ættarmóti til að allt væri á hreinu. Gerði þau mistök á ættarmótinu hjá Leifi að vera með hana í svaka flottu sumar-outfitti sem var aðallega grænt og þá héldu allir að hún væri strákur, þó ég hefði sett á hana gulu sólskinshúfuna líka :(
Gaman að hitta ættingjana, sérstaklega gaman að ömmu Rúnu og systrum hennar, allar með voða speki í gangi um litlu börnin, t.d. að maður eigi ekki að halda á þeim að óþörfu því þá verða þau svo erfið þegar þau stækka. Ég punkaði þetta allt í rólegheitunum á bak við eyrun. Svo vill amma endilega að ég fari að láta Maríu fá graut, hún sé orðin svo stór, ég ætla samt að hinkra fram yfir 4 mánaða markið með það.
Því miður var það sama sagan á þessu ættarmóti og því í síðasta mánuði að veðrið var ekki beint að leika við okkur og var því dáldið um fólksflótta og skróp á dagskrárliði sunnudagsins, en engu að síður var þetta príðilega vel heppnað mót og bara gaman að komast aðeins í bústaðinn hjá ömmu og afa.
Gréta.
1 Comments:
If you are alone, call this number 800-211-9293. Connect with Real Singles from your local area instantly for only $0.99/min with a $4.99 connection fee. A true Match is only one phone call away 800-211-9293. Meet people with common interests and desires now. Check it out. 800-211-9293
Skrifa ummæli
<< Home