þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Engin comment

Jæja, það er víst ný tegund af spami komin í gang, setja comment inn á bloggsíður. Ótrúlegt, maður fær hvergi að vera í friði, ég er því búin að setja hide-mode á öll comment fyrir þessa bloggsíðu í bili, því miður.

Mér finnst eitt alveg stórmerkilegt og það eru e-mailin mín, ég er með nokkur e-mail fyrir mismunandi hluti, skipt eftir vinum, vinnu og drasli. Drasl addressan mín er það sem ég gef upp alltaf þegar ég þarf að slá inn eitthvað e-mail á einhverri síðu t.d. þegar maður er að versla og það merkilega við það er að inn á þá addressu hefur aldrei nokkurn tíman komið svo mikið sem ein typpa-viagra-stock-option-auglýsing á meðan vinnan og vinirnir eru alveg í fokki... og nú það nýjasta, bloggið mitt líka farið í klessu :(

Drasl

G.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home