mánudagur, ágúst 15, 2005

Prófið búið :)

Í gær var Leifur alveg ekta helgarpabbi þegar hann var með Maríu nánast allan daginn til að ég gæti lært fyrir prófið. Svo sofnaði María mas. kl.20.00 og ég hugsaði bara með mér þvílík guðsgjöf er þetta barn! Bara sofnuð kl.8 þegar ég þarf að læra fyrir próf... En Adam var ekki lengi í paradís og ekki Gréta heldur, hún vaknaði auðvitað aftur 20 mínútum síðar og var í alveg syngjandi banastuði fram eftir öllu kvöldi :( En svo sofnaði hún nú um síðir og ég bara vaknaði kl.5 í morgun til að klára að lesa fyrir prófið :)

Ég held mér hafi gengið ágætlega en þetta er svona fag (og kennari) þar sem maður veit eiginlega ekki með vissu hvar maður stendur fyrr en einkunnin er komin *krossa fingur um að allt gangi vel*

Ótrúlega gaman, í dag fengum við sendan passan hennar Maríu, jebb, þú last rétt, hún er komin með sinn eigin passa með lítilli smekka-mynd í :) Hún verður akkúrat 4 mánaða þegar við förum í loftið og fljúgum til Danmerkur næsta sunnudag. Minnir mig á það, þarf að biðja Sigga og Eddu um að vera housesitters, Siggi, þú átt að passa húsið mitt!

Svo fórum við María og Edda í dag í BabySam og ég splæsti í önd í baðið og bolta. Bæði slógu alveg í gegn og það var alveg svaka stuð í baðinu í kvöld, lá við að ég þyrfti að vatnshreinsa teppið í stofunni eftir á :P

En jæja, kominn tími til að fara að glápa aðeins á imbann.
Gréta.

1 Comments:

At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Freddie Mac Issues August Economic Outlook Report
The report notes that new records were achieved in June for sales of both new and existing houses and sales and are running six percent higher during the first half of 2005 than the same period in 2004, also a ...
Here's to the crazy ones. The misfits. The rebels. The trouble-makers. The round heads in the square holes. The ones who see things differently. They're not fond of rules, and they have no respect for the
status-quo. You can quote them, disagree with them, glorify, or vilify them. But the only thing you can't do is ignore them. Because they change things. They push the human race forward. And while some may see them as the crazy ones, we see genius. Because the people who are crazy enough to think they can change the world, are the ones who do.

Jack Kerouac
From his book: On The Road
breast surgery site/blog. It pretty much covers breast surgery related stuff.

 

Skrifa ummæli

<< Home