fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Stóra barnið mitt

Í dag var mjög góður dagur, ég fór í neglur og nudd í Mecca Spa og Elísa fór með Maríu á rúntinn á meðan :) Mr. Abú úr Simpsons nuddaði mig þvílíkt vel, nei, nei, veit ekkert hvað hann heitir, en hann var dáldið Indverjalegur. María og Elísa fóru upp á Skaga og það var svo mikil sól að Elísa keypti sólgleraugu handa Maríu þannig að núna getur hún verið algjör pæja úti í Svíþjóð!

Já, ástæðan fyrir að hún er núna orðin stóra barnið mitt er að ég gaf henni graut í dag í fyrsta sinn. Hún tók bara vel í það að fá graut, borðaði alveg 2-3 teskeiðar :D Fyndið hvað svona ofboðslega lítið magn af mat getur verið mettandi fyrir lítið barn. Hún þurfti bara hálfan pela fyrir svefninn, hún var svo södd af grautnum. Amma Adda var í heimsókn og hjálpaði til að baða og gefa graut og pela. Gaman að fá hana í heimsókn því Leifur var að vinna til 9.

En núna er bara verið að hanga fyrir framan imbann og horfa á the Swan og borða ís og súkkulaðirúsínur. Alltaf gott að borða eitthvað óhollt þegar annað fólk er að þjást í gymminu.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home