Home Sweet Home
Alltaf gott að vakna upp í eigin rúmi :) Tengdó sótti okkur á flugvöllinn í gær um kl.23.30. Æðislegt að þurfa ekki að taka rútuna, við vorum með ansi mikinn farangur.Lærdómurinn úr þessari ferð er að ef maður er með lítið barn sem ekki einu sinni getur setið sjálft, þá er maður með ansi mikinn handfarangur ef þannig má að orði komast. Því ætlum við t.d. ekki aftur að velja lest sem ferðamáta því það er hvergi pláss fyrir vagninn í lestinni nema þar sem allir fara inn og út og við þurftum að skiptast á að standa þar í 4 tíma :( Það verður bara bílaleigubíll næst.
En hún var algjört ljós á leiðinni heim, bara hress við ömmu sína og afa þrátt fyrir 10 tíma samfleytt ferðalag frá Gautaborg city fyrr um daginn. Aftur á móti var ég orðin úrvinda af þreytu, ég þurfti að sitja með hana allan tímann í vélinni heim því vélin var full og var með náladofa í rassinum, hendinni og mjóbakinu þegar við loksins lentum.
Við fórum aðeins fram úr fjárhagsáætlunum... á eftir að taka þetta saman. Pff, hefði alveg getað notað nýju myndavélina mína, skil ekki til hvers var verið að innsigla þetta dót í búðinni. Þær hjá tax-free refoundinu spurðu bara í hvaða mynt ég vildi fá peninginn og var bara alveg sama hvort við værum með þessar vörur með okkur eða ekki! Bögger.
En við tókum samt eitthvað af myndum á gömlu vélina. Reyndar erum við ekkert sérstaklega góð í því að vera túristar, við vorum t.d. yfirleitt ekki með vélina á okkur þegar við vorum að skoða eitthvað flott í Svíþjóð, eins og miðaldarkastalann og svona...
Jæja, best að fara að drífa sig í skólann.
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home