föstudagur, ágúst 26, 2005

Gautaborg

Jæja, þá erum við búin að vera hérna í sveitasælunni rétt fyrir utan Gautaborg í 5 daga. Þetta er alveg yndislegur staður og við Leifur vorum bara farin að spá í að flytja hingað út... þangað til við sáum pöddusafnið hans Gísla, æj, okkur líður ágætlega á Íslandi :D

Við erum búin að versla fulla ferðatösku af fötum og mér líður eins og ég sé búin að verlsa fyrir alveg 100.000 kall, en ég held að fatainnkaupin standi í um 30.000 krónum, það er bara eitthvað svo skrítið fyrir mann að fá dragt á 5.000 og eitthvað svona megaprice dót. Ég fann líka nýja myndavél :) Canon ofcourse. Er samt ekkert búin að nota hana því ég verslaði hana tax-free og þá var hún bara innsigluð alveg bak og fyrir þannig að ég þori ekki að opna hana fyrr en ég er búin að fá taxinn til baka, vona að það gangi upp.

Já, hvað meira er að frétta? Jú, ég er búin að vera eins og gamalmenni á eftirlaunum allan tímann hérna í Svíþjóð. Skil ekki hvað er að mér, ég er með svo svakalega verki í ÖLLUM liðum líkamans, hef aldrei upplifað annað eins. Við erum ekki bara að tala um mjaðmir, hné og olnboga heldur líka allar tærnar og alla puttana, úlnliði og háls :( Stundum verð ég svo slæm að ég geng um eins og gamlingi sem ætti að vera með göngugrind en er það ekki. Er búin að dæla í mig 400 mg verkjatöflum 3x á dag og bera á mig verkjakrem og svona. Kannski er ég bara komin með gigt...

En jæja, þetta er nóg í bili.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home