föstudagur, september 09, 2005

Miss Stíbblínose

Jæja, nú er María komin með all svakalegt kvef, varla að hún geti andað eðlilega
:( Hún er reyndar ekki alveg komin á sama stig og Þórhildur frænka sín sem er alveg græn í framan af hori, en hún gæti nú endað þannig, það snörlar svo mikið í nefinu á henni. Ég er einmitt á leiðinni út í apótek núna að tjékka á svona nef-sugu því ekki getur þetta litla grey snýtt sér.

Það var ekki hugmyndin hjá mér að vera með pólitískar skoðanir á þessari síðu en ég get bara ekki orða bundist yfir nýjustu hræringum í stjórnmálaheiminum. Hvað er eiginlega með það að Seðlabankinn sé bara eitthvað viðurkennt elliheimili fyrir útbrunna stjórnmálakarla? Almáttugur, við erum að tala um fjármál þjóðarinnar sem er stjórnað þarna og mér finnst bara algjört lágmark að bossinn þar á bæ sé eitthvað menntaður í hagfræði og efnahagsmálum, en nei, nei, Dabba vantaði eitthvað pláss til að bústa ellilífeyrinn sinn þegar þar að kemur, að sjálfsögðu fékk hann bara forstjórastólinn. Ekkert athugavert við það... Jésús minn einasti.

Leiter,
Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home