Sickaling
Í gær fékk María smá pest í sig, væntanlega eftir langt og strangt ferðalag heim. Þetta virtist hellast í hana svona seinnipartinn en þá hafði Leifur verið með hana yfir daginn svo ég gæti farið í skólann og hann sagði að hún væri búin að sofa óvenju mikið. Svo hágrét hún alveg þannig að ég gaf henni stíl og hringdi í læknavaktina.Doksi kíkti í heimsókn og kíkti í eyrun. Þegar hann kom hafði hún náð að sofna. Hann sagði að þetta væri smá vottur af eyrnabólgu og skrifaði recept en sagði okkur að geyma að leysa það út nema að hún myndi versna. Svo svaf hún bara alveg til hádegis í dag (heavy stöff þessi stíll greinilega) og er búin að vera nokkuð brött síðan þá :) Þannig að ég býst ekki við að leysa út lyfin.
Annars þá er þvílíkt púsluspil í gangi þessa dagana hjá okkur. María byrjar ekki hjá dagmömmu fyrr en 1. nóv og ég er auðvitað byrjuð í skólanum aftur og svo fer líka að líða að því að fæðingarorlofinu mínu ljúki. Ekki gott mál. Núna erum við mæðgurnar t.d. akkúrat að bíða eftir ömmu Öddu svo ég komist upp í skóla að gera verkefni. Leifur er að vinna til kl.9 í kvöld. *andvarp*
Og já, þessi skóli, fjárútlát vegna bókakaupa náðu nýjum hæðum í minni skólatíð núna á dögunum. Þurfti að kaupa tæplega 900 blaðsíðna bók fyrir eitt fagið og kostar skruddan rúman 10.000 kall! Þetta er svo þykk bók að maður verður þreyttur bara á að fletta í gegnum efnisyfirlitið en það telur 13 blaðsíður :( Ég er semsagt búin að slaufa á allt sjónvarpsgláp næstu 7 vikurnar en það er sá tími sem ég hef til að lesa bókina + aðra bók fyrir annað fag, auk verkefnavinnu.
Gréta - alveg að sligast strax í upphafi annar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home