Spenningur
Það er ekki laust við það að ég hafi beðið spennt undanfarna daga eftir litlu frænku :) Allt stefndi í það að það ætti að setja hana Eddu af stað vegna gruns um að barnið þeirra Sigga væri ekki að fá næga næringu í gegnum fylgjuna. En nákvæm fylgjuskoðun í dag leiddi annað í ljós þannig að gangsetning var sett on hold. Reyndar vita þau ekkert kynið á barninu en að sjálfsögðu er hér á ferðinni litla frænka þar til annað kemur í ljós :) Alveg pínku litla frænka, hún er rétt um 10 merkur núna og Edda komin 38 vikur á leið.Það var ótrúlega gaman á Versló reunioninu á laugardaginn. Ég komst að því að við erum 4 úr bekknum sem erum orðin foreldrar og svo bætist Hildur auðvitað í hópinn í þessum mánuði. Ég veit ekki hvort það var tilviljun sem réði því að við foreldrahópurinn lentum saman á borði á Hótel Sögu í matnum, erum við í alvörunni svona slæm? tölum bara um börnin okkar út í eitt :D Að sjálfsögðu tók ég ekki með nýju myndavélina þannig að ég á engar myndir úr reunioninu :P
Svo stefnir allt í það að við séum að fara að selja Lexusinn sem við vorum að kaupa núna í síðasta mánuði. Ég bara skil ekki hvernig við fórum að því að gleyma að máta það hvort barnavagninn kæmist í skottið, ég á ekki til orð yfir þessu! Reyndar gerði ég bara ráð fyrir því að stór bíll eins og Lexus myndi bara rúma þennan vagn, pældi ekkert í því en annað kom í ljós í gær þegar ég gerði heiðarlega tilraun til að koma honum í skottið. Jésús minn, það var alveg kostulegt að horfa upp á mig hringsnúast þarna fyrir aftan bílinn því ekki nóg með að vagninn kæmist ekkert í skottið, þá er skottlokið líka bilað þannig að það helst ekki uppi og ég þurfti að reyna að halda því með öxlinni á meðan ég var að reyna að troða vagninum í bílinn. Alveg var þetta atriði til að gera mig geðveika.
Þannig að núna erum við búin að plebbast um á Lexus í 3 vikur og þá er bara kominn tími til að fá sér Toyota, gengur ekkert annað :)
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home