Hoppiróla
Við fjölskyldan fórum í IKEA í dag og ætluðum að kaupa hillur undir dótið hennar Maríu Rúnar. Að sjálfsögðu voru þær ekki til, það er aldrei til nákvæmlega það sem mig langar til að kaupa í IKEA, skil þetta ekki. Jæja, anyway, þannig að við fórum bara í BabySam og keyptum hoppirólu í staðinn :) Vá, sló það í gegn eða hvað.Svo komu Siggi og Edda í heimsókn með hana Önnu Katrínu og ég fékk að útsíbútsíast í henni alveg endalaust :) Já, við heimsóttum líka ömmu Rúnu í dag, vorum þarna með þær báðar, skvísurnar. Mér finnst María Rún orðin svo stór núna *stolt mamma*.
Annars hef ég nú ekkert að segja, er svo þreytt þessa dagana að ég man bara ekki neitt. Er t.d. alveg viss um að þegar ég settist niður fyrir framan tölvuna áðan að þá hafi ég ætlað að segja frá einhverju merkilegu hérna... Svona er þetta stundum, ég er eins og undin tuska, var t.d. búin að gleyma því áðan að ég er að fara að vinna kl.8 í fyrramálið og sendi Leif út í sjoppu að leigja video, ehehe, *andvarp*
Gréta - er að fara að sofna yfir vidjó :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home