föstudagur, september 23, 2005

17 merkur!

Jæja, þá er Hildur búin að eiga. Átti 17 marka strák. "VÓ" var það sem fór í gegnum minn huga. En ég óska Hildi og Einari innilega til hamingju með "litla" prinsinn, verður vonanadi ofur-nörd eins og pabbi sinn ;)

Hjá okkur er allt það fína að frétta. Ég er að prófa nýjungar í matarframboði, keypti epladjús, sveskjumauk og ferskjumauk í dag. Til að gera langa sögu stutta sló epladjúsinn ekki beint í gegn... María Rún orgaði svo svakalega að það hefði mátt halda að hún hefði dottið og fengið gat á hausinn. En það var allt í lagi, ég drakk bara djúsinn :) Spara þá epladjúsinn í 1-2 vikur og prófa svo aftur. Leifur prófaði svo ferskjumaukið áðan en hún vildi það eiginlega ekki heldur. Svona gengur þetta stundum, bara akkúrat ekki neitt.

Svo var ég eitthvað að skoða myndaalbúmið okkar og viti menn, enn og aftur fattaði ég að það er ár og dagur frá síðustu framköllun. Þannig að ég sendi 80 MB af myndum í framköllun áðan :D Það var svo mikið álag á kerfið að senda allt þetta gagnamagn að ég þurfti 6 tilraunir til að koma myndum yfir Atlantshafið í framköllun og þurfti að restarta tölvunni og allt.

Í kjölfarið fór ég eitthvað að kíkja á tölvuna, ákvað meira að segja að splæsa 20 dollurum í vírusvörn, eitthvað Spyware Doctor. Og bara vá, þetta er svo öflugt að það er bara varla að ég sjálf fái að vinna í tölvunni, hvað þá einhverjir aðrir úti í heimi. Doctorinn byrjaði nú á því að hreinsa út einhver 525 "vandamál" og tjékkar svo á 15 sek. fresti hvort ekki sé allt í lagi og hvort einhver sé að reyna að senda eitthvað inn til mín... og það er bara scary mikið get ég sagt ykkur, alltaf að koma upp eitthvað "þessi auglýsandi er að reyna að troða sér inn, á að blocka viðkomandi?" Jéé, alvöru stöff :)

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home