Langir mánudagar
Djí, klukkan alveg að verða tvö... Er alltaf að gera verkefni í skólanum. Það er svo mikið að gera í verkefnunum að ég kemst ekkert áfram í lestrinum. Var t.d. að sjá það í fyrirlestri í dag að ég er heilum 8 köflum eftir á :( Kræst...Ég er ótrúlega hagsýn húsmóðir, er búin að finna allar dóta-jólagjafirnar í ár. Allt verslað inn í gegnum Amazon, 15 gjafir á 8.500, ansi gott finnst mér (svona miðað við að ég var alveg að finna eitthvað flott dót). Reyndar vantar sendingakostnað og svona ofan á þetta, þannig að þetta á eftir að standa í ca.16.000 komið til landsins. Goodie.
Það hefur ekkert heyrst frá Sigga bró eða Hildi, en það er von á kríli hjá þeim í þessari viku. Ég bíð spennt eftir að fá sms any time now.
Af okkur er annars allt ágætt að frétta. Það er komið upp nýtt "vandamál". María er búin að læra að velta sér af bakinu yfir á magann og finnst það alveg æðislega gaman. Bara smá vesen, hún kann ekki að fara aftur til baka. Og það er alveg skelfilegt að reyna að fá hana til að fara að sofa þessa dagana! Hún hefur m.a.s. vakið sjálfa sig upp um miðja nótt með því að snúa sér. Ótrúlega ekki vinsælt hjá mömmu gömlu sem langar að sofa á nóttunni :P
Jæja, best að fara að koma sér í bólið.
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home