Dial up
Yess, búin að finna ókeypis Internet tengingu! Reyndar eldgamlat dial-up númer sem gefur mér heila 48 Kbps tengingu... veit ekki alveg hvort það er þess virði að segja upp ADSL áskriftinni fyrir þetta þó ég skoði yfirleitt bara póst hérna heima. Það er svona, er nefninlega að druslast með laptop hingað heim úr vinnunni og netlaus tölva nú til dags er bara... tja, já, hvað er það eiginlega? Var að sjá fyrir mér að ég gæti kúrt hérna í sófanum og verið á netinu um leið og ég horfi á sjónvarpið, en ég þarf að finna einhvern tölvugaur sem getur hjálpað mér að boozta aðeins tenginguna ;) (Stefán, langar þig ekki að koma í kaffi?).Er búin að opna fyrir commentin aftur, en það þarf að skrifa inn texta sem birtist á mynd svo commentið fari í gegn. Annars voru nú ekkert svo margir að commenta, aðallega að fólk commenti bara í eigin persónu, en það er líka gaman :)
Heyrðu, heldurðu ekki að það hafi strákur mætt í rassatímann hjá okkur stelpunum í dag!? Við vorum 30 í tímanum og hann eini strákurinn, honum fannst svaka gaman! Ég held að hann ætli að mæta aftur næsta föstudag.
Jæja, best að fara að lúlla núna, ætla að reyna að mæta í yogatíma í fyrramálið.
Gréta.
1 Comments:
Bara að testa commentið...
Skrifa ummæli
<< Home