fimmtudagur, september 22, 2005



Ég bauð ömmu Dóru í bíltúr í dag upp á Skaga að kíkja á nýju prinsessuna. Auðvitað var það bara yfirhylming svo ég kæmist sjálf uppeftir til að halda meira á litlu frænku :D Nei, nei, smá djók. Gaman að því að amma vann einmitt á fæðingadeild Landspítalans í meira en 2 áratugi hérna í gamla daga og sagði mér fullt af sögum af því þegar hún var að vinna. Núna finnst manni auðvitað þvílíkt hallærislegt hvernig allt var í gamla daga, enginn mátti neitt, ekki einu sinni hafa börnin hjá sér. En það er nú svosem ýmislegt sem mætti bæta í dag og vonandi get ég sagt Maríu Rún það þegar hún á sitt fyrsta barn að hlutirnir hafi nú batnað. T.d. fæðingarorlofið og svona, náttúrulega algjörlega úr takt við allt að vera að miða við einhver laun 2 ár aftur í tímann, sérstaklega ef maður er búinn að vera í námi og að það sé alveg rakið dæmi að fæðingarorlofið muni ekki duga fyrir mánaðarreikningunum og hvað þá fæði... ótrúlegt.

En hún Anna Katrín var bara í góðum gír hjá mömmu sinni og pabba, hún var ekki lengur lítil, krumpuð og sjúskuð því í dag var hún böðuð. Þannig að hún er bara lítil og krumpuð núna. Svo næst verður hún örugglega bara lítil og ekkert krumpuð og svo þar á eftir verður hún ekki einu sinni lengur lítil, svona breytast börnin nú hratt :)

En jæja, best að fara að horfa á íslenska Bachelorinn, örugglega eitthvað sem allir eiga eftir að fylgjast með svo ég verð að vera umræðuhæf í föstudagskaffinu í vinnunni á morgun!

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home