fimmtudagur, september 22, 2005

Nýr splúnkari!

Jæja, það gerðist í gær. Siggi bró og Edda eru komin með litla dóttur :D Hún var 12 merkur og 49 cm við fæðingu. Við mamma fórum upp á Skaga að kíkja á litlu dúlluna og bara vá, ég held að koddinn minn sé þyngri en hún. Hún er alveg pínu ponsu dúlla og ég ætlaði bara aldrei að geta skilað henni aftur til foreldranna eftir að ég fékk að prófa að halda á henni :) Fæðingin gekk vel og allir eru svaka happy. Hún er mas. komin með nafn litla daman, Anna Katrín Sigurðardóttir. Æðislegt.

Svo kíktum við að sjálfsögðu aðeins á frændur okkar þá Nóa og Kolbein. Kolbeinn tók upp á því í fyrradag að byrja að skríða út um allt, bara snéri sér við og vííí, af stað. Svona gerist þetta á sumum bæjum :) Gaman að kíkja svona á fjölskylduna, leiðinlegt hvað ég hef allt of lítinn tíma í svona lagað þessa dagana.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home