þriðjudagur, september 20, 2005

Haglél

Er það furða að ég sé búin að vera með gæsahúð í allan morgun, það kom þvílíka haglélshrynan hérna í 101 rétt í þessu :( Og það er rétt september! Ég þarf greinilega að fara að undirbúa veturinn, kaupa ullarnærföt á Maríu Rún og nýja húfu.

Við fórum með hana í 5 mánaða skoðunina í morgun. Ótrúlegt hvað hún er orðin stór, búið að togna helling úr henni (orðin 64 cm) og er alveg að detta í 7 kg :) Svo fékk hún sprautu og stóð sig alveg eins og hetja, tók ekki einu sinni eftir sprautunni þó það hafi blætt smá eftir nálina.

Svo fengum við einhverja 20 bæklinga um alls konar hluti, m.a. um öryggi á heimilinu og í stuttu máli er allt að sem getur verið að hjá okkur :( Veit ekki alveg hvar skal byrja við að koma öryggismálunum á hreint.

En jæja, ætla að reyna að vera dugleg að lesa á meðan snúllan fær sér bjútí blundinn.

G.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home