Einar Ben
Við fórum út að borða í gærkvöldi :) Amma Adda passaði Maríu Rún á meðan við Leifur fórum út að borða á Einari Ben með vinnufélögum hans. Strákarnir safna í einhvern sjóð í vinnunni og svo þegar hann er orðinn nógu stór er farið út að borða og konurnar teknar með. Ótrúlega gaman að komast svona út. Það að fara út að borða er sko ekki sjálfsagður hlutur fyrir fólk með 5 mánaða gamalt barn. Þannig að við vorum nú ekki að spara okkur, fengum fordrykk, forrétt, aðalrétt og eftir-drykk :) ...eða aðallega ég, Leifur var að keyra.Svo erum við að taka íbúðina aðeins í gegn. Byrjuðum á svefnherberginu. Fyrst var ég að spá í að hengja bara upp nokkrar myndir og setja borða á vegginn til að skreyta aðeins... staðan núna er að það er búið að mála herbergið, kaupa borða og panta mömmu í gardínusaum ASAP, auk þess sem við keyptum teppi á gólfið og ætlum að fá hillur fyrir dótið hennar Maríu og já, nýjar græjur líka. Kominn tími á að leyfa fermingargræjunum að fara að hvíla sig aðeins :D Þetta er alltaf svona þegar við förum af stað, getum ekki gert bara eitthvað smá, hehe. En ég er nú bara nokkuð ánægð með þetta hjá okkur, ég meina, þetta herbergi var bókstaflega byrjað að mygla, þannig að það veitti nú ekki af málningu og smá spasli á 2-3 staði. Ég er að taka fyrir og eftir myndir, set það inn þegar allt er tilbúið :)
En já, best að halda áfram að læra, gengur alltaf svo hægt að læra á sunnudögum, ömurlega leiðinlegt að gera verkefni þá :(
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home