þriðjudagur, september 27, 2005

Framfarir

Jæja, það gerðist loksins í dag. María Rún getur núna officially velt sér yfir á magann og svo aftur til baka yfir á bakið! Vííí, geðveikt, það er búið að vera þokkalega skrítið að horfa upp á barnið sitt lenda í sjálfheldu við það eitt að snúa sér yfir á magann undanfarnar vikur :)

Annars er ekkert að frétta þannig lagað, bara crazy að gera í skólanum og fyrri tvö lokaprófin eru orðin óþægilega nálægt manni í tíma :( Ég er sko ekki einu sinni hálfnuð með bækurnar...

Herbergisframkvæmdirnar ganga líka fínt, við erum búin að mála og setja stórt teppi á gólfið til að gera aðeins hlýlegra þarna inni. Núna vantar bara eitt sett af barnahillum, festa upp borðann og hengja upp nokkrar fjölskyldumyndir til að fá lokatötsið. Já, reyndar á líka eftir að gera gardínurnar, en það er nú verkefni sem verður ekki farið í fyrr en eftir þessi tvö lokapróf sem verða núna um miðjan október. Í gær fór ég aðeins á flug og teiknaði upp breytingu á stofunni líka, ætlum að reyna að umstafla húsgögnunum til að fá fram nýtilegra rými (leikpláss fyrir Maríu Rún). En það er bara eitt herbergi í einu :) Þetta verður ekki fyrr en í október/nóvember sem við breytum stofunni.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home