Týpískur janúar
Það gæti ekki verið meiri janúar akkúrat þessa dagana, enda mánuðurinn hálfnaður (vá, mér finnst áramótin rétt nýbúin). Sem minnir mig á það, þarf seriously að fara að taka niður jólaskrautið! :DÞegar maður fer í World Class þessa dagana er eins gott að taka þrúgurnar með, maður telst heppinn ef maður fær stæði fyrir utan Laugardalshöllina, hvað þá nær en það. Svo var ég passlega búin að posta bloggið mitt núna á miðvikudaginn, þá hringir dagmamman og tilkynnir mér það að María sé of slöpp til að vera í pössun *sigh*. Svo ég var heima í gær með veikt barn. Ætlaði að vera svakalega dugleg og læra. Las fyrsta kaflann í bókinni og glósaði hann samviskusamlega niður... sá þá að ég hafði nóterað hjá mér að fyrsti kaflinn væri ekki til prófs. Drasl.
Svo í morgun þurftum við að skafa, örugglega ekki eina fólkið í bænum sem þurfti þess. Geggjað stuð. Það er einmitt á svona dögum sem ég man eftir því að það væri gott að eiga inniskó hérna í vinnunni. Ég verð hundblaut í lappirnar ef ég fer í strigaskó og ekki nenni ég að vera innandyra í gönguskóm allan daginn. Neibb, það verður kíkt á inniskó um helgina. Þetta er líka ekki sérlega góður tími til að vera á Lexus, hann er nú ekki hár í loftinu, bara það að skipta um akrein á Miklubrautinni (sem þó er nú skafin alveg í botn) er heljarinnar athöfn og maður lofar guð fyrir það að hafa ekki snúist í þrjá hringi á meðan á athöfninni stóð. En þetta er auðvitað klassa bíll, ég er með "snow" takka og "track" takka og eitthvað svona flott, þannig að bíllinn réttir sig af sjálfur ef maður byrjar að renna. Mega!
Svo kom ég í vinnuna og ætlaði að leggja í stæði (sem auðvitað var ekki búið að skafa). Bíllinn dó næstum því, heyrðist bara *HHHNNNNGGG* rembingur í vélinni, ég bakkaði og setti í lága drifið, aftur *HHHNNNNGGG* og einhver skrítin lykt! Dear god, ég bakkaði út og lagði einhvers staðar út í r**sgati þar sem búið var að troða af öðrum bíl... og varð enþá blautari í lappirnar við að þramma inn í hús.
Gaman að þessu, ég elska föstudaga, sérstaklega þegar það er föstudagurinn 13. því þá fær Leifur útborgað tveimur dögum fyrr en venjulega því 15. er á sunnudegi :D
Algjört æði.
Gréta - í föstudagsfýlíng.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home