Back 2 school
Jæja, verkefnin byrjuð að hlaðast upp. Skólinn hóf aftur störf núna á mánudaginn. Ég er svo ánægð að ég get varla lýst því. Ekkert yfir skólanum þannig, heldur bara því að fagið sem ég er í núna er einmitt fag sem ég sat síðasta vor en tók svo aldrei lokapróf í vegna barnsburðar. Engu að síður var ég svakalega dugleg að glósa allt og gera öll verkefni eða amk. redda lausnum af þeim til samanburðar og svona, allt til þess að auðvelda mér vinnuna þessa önn.En svo eftir síðasta vormisseri hætti kennarinn og nýr kom í staðinn og kenndi námskeiðið aftur núna fyrir jól. Og sú manneskja breytti námskeiðinu algjörlega, ný bók, ný tækni, ný verkefni...
semsagt allt mitt starf unnið fyrir bý :( En svo, sem betur fer fyrir mig, fann nýji kennarinn sig ekki í þessu fagi og hætti og sá sem tók við núna ákvað að hafa námskeiðið bara eins og það var síðasta vor, sama bókin! :D víííí.
Já, hvað meira er að frétta? María Rún er stífluð aftur fyrir hnakka, ég lét hana vera heima í gær, hélt hún væri að detta í veikindi, en það slapp. Ég var sjálf frekar úldin í morgun og varla að nenna í vinnuna en svo er ég í svo skemmtilegu verkefni (er að vinna í stera-Excel kerfinu) að klukkan er bara allt í einu orðin 2! Jéss, geggjað :) Ætla að drífa mig í gymmið á eftir.
Svo er komið að skírn hjá Sigga bró. Hann stakk upp á því að gera vopnahlé á nammibannskeppninni á meðan á skírnarveislunni stendur... *pff* aumingjaskapur er þetta. En af því að þetta er nú barnið hans sem er verið að skíra er kannski dáldið lummó að hann fái sér ekki einu sinni smakk af skírnartertunni. Svo það verða einhverjar smá tilslakanir þennan dag.
Ég er ekki enþá búin að fá einkunnir fyrir þessi 2 próf sem ég tók fyrir jól. Mér finnst þetta vera full langur tími sem kennarar hafa til að skila inn einkunnum. Ég meina, við vorum ekki einu sinni 20 í hvoru námskeiði fyrir sig! Ég myndi kannski sýna smá skilning ef þetta væri fyrsta árs fag sem 167 nemendur væru skráðir í. Ég fæ engan pening frá LÍN á meðan einkunnir liggja ekki fyrir og einhverjum kennurum í HÍ gæti náttúrulega ekki verið meira sama, ekki það að ég þurfi að borga leigu, dagmömmu, mat og bensín, nei, nei, mig langar bara svo mikið á útsölurnar! (not).
Gréta - þarf að losa um smá pirring.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home