Erfið vika
Það er allt búið að vera í rugli eftir þessi veikindi hjá Maríu Rún síðustu helgi. Svefninn fór alveg úr skorðum og núna er svo erfitt að láta hana fara að sofa á kvöldin að það er bara hræðilegt. Alla þessa viku er ég búin að vera að reyna 5-mínútna aðferðina svokölluðu, auðvitað með smá mistökum inn á milli, þannig að þetta gengur hægt... en gengur sem betur fer samt smá :)Ég sit frammi í sófa öll kvöld og hlæ svona móðursýkislega að því hvað barnið grætur hryllilega sárt (í mínum eyrum auðvitað). Svo bíð ég í 5 mínútur áður en ég fer inn og laga hana til í rúminu og segi henni að það sé komin lúlli-tími, næst bíð ég í 10 mínútur og svo 15 mínútur eftir það. Lít alltaf á klukkuna á 10 sekúndna fresti, "ok, það hlýtur að vera komið 5 mínútu mark núna... nei, bara 1 mínúta...." *andvarp*
Það versta við þetta er að Leifur (og ég líka auðvitað) erum ekki að fá nema 6 tíma svefn á næturnar og hann er sko að vinna frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin 3 kvöld í viku. Þokkalega þreyttur á því enda lenti hann í vinnuslysi í gær sem ég vil bara kenna þreytu um að hafi gerst. Nuddaði hendinni á sér hressilega upp við nýskorið stál (sem er beittara en andskotinn óslípað), læknarnir á slysó voru hálftíma að tjasla honum aftur saman. Ég skikkaði hann í að taka sér veikindadag í dag, gæjinn ætlaði bara að fara í vinnuna eins og ekkert væri! Gat ekki einu sinni bundið hnút á ruslapokann heima hjá sér, bjartsýnn að ætla í vinnuna.
En framfarirnar hjá okkur síðan á mánudaginn eru að María Rún er að detta út svona rétt fyrir kl.11 á kvöldin í staðinn fyrir 1 eftir miðnætti eins og síðustu helgi og í byrjun vikunnar. Í gær gerðum við reyndar smá mistök, hún var enþá svöng og það endaði með því að ég náði að svæfa hana með pela. Ég ætla að vona að ég nái henni niður í það að fara að sofa á milli 9 og 10 á kvöldin, það væri æði.
Gréta - þreytt húsmóðir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home