fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Blómin

Ég umpottaði blómin á heimilinu í dag. Ég held að þetta sé eina heimilið á landinu þar sem blómin minnka við hverja umpottun, en það gera birtuskilyrðin hérna, allt fer minnkandi og steindrepst yfirleitt yfir háveturinn. Leifur tók að sjálfsögðu ekki eftir neinu, jafnvel þó þessar aðgerðir hafi aukið birtuna í stofunni um tæplega 40%... karlmenn.

*andvarp* er frekar lítið búin að læra þessa viku, alls ekki gott. Komin með eina einkunn samt, svosem allt í læ, 7,5 fyrir reikningshald VI, en það eru nú skattskilin sem ég hugsa mest um. Það eru komnar sögur á kreik um að meðaleinkunnin hafi verið 5. Helmingurinn með 4 í einkunn og hinn með 6... Það er sennilega of seint núna að fara að leggjast á bæn með það :(

Ég var að horfa á Jóa fel elda áðan á Stöð 2. Óþolandi þáttur. Venjulegt fólk getur ekki einu sinni látið sig dreyma um það að geta eldað svona rétti, þannig að ég fór að hugsa hvort ég gæti ekki komist bara í mat hjá honum :) Hann hefur nú boðið til sín ákveðnum hópum í sumum þáttum. En svo fór ég að hugsa að fátæki námsmannahópurinn væri kannski helst til fjölmennur til að ég ætti sjéns, þannig að ég held bara áfram að láta mig dreyma. Og svo fór ég inn í eldhús að reyna að finna eitthvað að borða, og miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu var bókstaflega ALLT heima hjá mér óspennandi, mú. Svo ég pantaði bara pizzu, var komin á barm þunglyndis anyway.

Jæja, best að fara að gúffa í sig ostaveislu, ummmm.
G.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home