miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Ekki minn dagur

Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri búinn að vera fínn dagur. Það er hvert áfallið búið að reka annað í dag. Byrjaði í hádeginu, þá átti ég tíma hjá húðsjúkdómalækni í aðgerð til að fjarlægja nokkra fæðingarbletti (3 stk). Og ég var svo mikil mús í mér að bæði hún og aðstoðarkonan þurftu að leggja sig alveg extra mikið fram við að halda mér rólegri. Og ég hugsaði bara með mér: "hvernig í #$&%/# fór ég að því að eiga barn!?!?" Þessi aðgerð tók allt í allt svona 16 mínútur, alveg frá því að ég fór úr fötunum og þar til ég var bara að reima skóna til að fara aftur heim. Nei, nei, var alveg stjörf allan tímann, en hey, svona þegar einhver skælbrosandi einstaklingur bíður hjá manni með hníf og ætlar að fara að skera eitthvað í mann er bara eðlilegt að svitna dáldið. Ég má ekki fara í gymmið næstu 10 daga, bömmer :(

Svo fór ég heim og var þar með Maríu í dag, allt gekk ágætlega þar til ég fór að laga kvöldmatinn. Þá ætlaði ég að gera flottan forrétt (rækjur, avokadó og spes sósa með) og hringdi í mömmu að fá uppskriftina. Chilli? Já, já, set einn svoleiðis út í. Hmmm, einhverjar hvítar baunir inn í þessu, ætli þær eigi að fara líka? Til að gera langa sögu stutta hélt ég að ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði sósuna. Mig sveið svo mikið að ég náði varla andanum, byrjaði að leka úr mér og þegar ég snýtti mér kom alveg blóð með :( Hræðilegt, var ekki undir 30 mínútum að jafna mig. Á meðan gat ég mjög illa sinnt Maríu og hún fór alveg að hágráta.

Svo var nú allt fallið í ljúfa löð og við bara að borða. En þá rekur Gréta punkinn yfir i-ið í dag með því að pota í augað á sér... með vísifingri sem er akkúrat puttinn sem ég var að nota til að rífa niður chilli-ið fyrr um kvöldið. Dear god, ég hélt ég myndi bara endanlega missa sjónina *andvarp*

En mér finnst þetta nú alveg qualify-a fyrir eins og einu ísblómi og jafnvel vídjó líka... Jæja, ætla að reyna að svæfa barnið fyrst, það verður ekki mikið lært í kvöld :P

Gréta - hrakfallabálkur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home