mánudagur, október 17, 2005

You Are What You Eat

Var að horfa á Stöð 2 áðan. Ég verð að segja að þáttur Dr. Gillian McKeith (sem er sérfræðingur á sviði næringar) er með einn best heppnaða og þarfasta raunveruleikaþátt sem framleiddur hefur verið. Þegar þátturinn hennar er á dagskrá sest ég með glósubókina fyrir framan skjáinn og skrifa niður það sem hún segir. Orð hennar eru lög í mínum eyrum. In fact þá langar mig geðveikt í bækurnar eftir hana, "You are what you eat" og "12 Natural Superfoods to Transform Your Health". Ég meina, eru ekki heilsufarstengdir sjúkdómar með algengustu dánarorsökum fólks á Vesturlöndum í dag? Maður getur þá alla vegana ekki nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki reynt að hugsa vel um líkamann sinn.

Jæja, vildi bara skjóta þessu að :) Er að þykjast vera að lesa undir prófið sem ég fer í núna næsta laugardag, Skattskil II. Jésús minn, hræðilega stressandi próf. Ég hef alveg gaman að skattadóti (alltaf gott að vera góður í skattinum), bara, þessi kennari, hann er too much. Hann kann lögin svo vel að það er bara eins og hann sé að fara með faðirvorið þegar hann vitnar í alls konar lagagreinar, bæði íslenskar og danskar alveg án þess að þurfa að hugsa sig um í eina sekúndu hvort það var nú 2. eða 3. töluliður 50. greinar laga nr. 90/2003 um tekju- og eignarskatt sem kveður á um það hvort arður telst til rekstarkostnaðar eða ekki (sem hann gerir ekki ef einhver hefur áhuga á að vita það).

Og ef einhverjum fannst erfitt að lesa þessa síðustu setningu ættuð þið að prófa að sitja tíma hjá kallinum, maður svitnar bara við að hlusta á hann. Önnur hver setning er einhvern vegin svona tilvitnun og var mér nú allri lokið í einum tímanum þegar hann fór að vitna í dönsk skattalög frá 1922! Búhú, I'm dead.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home