Hætt að borða nammi
Ég er hætt að borða nammi, nenni þessu ekki lengur. Eina undantekningin er þegar ég veltist um í sjálfsvorkun, þá er leyfilegt að borða ísblóm. Eins og t.d. núna :) Núna er ég að borða ísblóm því ég þarf að eyða öllu kvöldinu í að lesa fyrir próf. Booooring! (Smá pása til að fá sér skeið af ísblóminu)Annars þá var Siggi bró að uppgötva það í dag að María Rún getur fært hluti á milli handa, en það mun vera týpískt 5 mánaðar einkenni :) Stóra stelpan mín. Og ekki nema 3 vikur í að hún byrji hjá Súsý frænku í daggæslu, oh, all grown up this child, mér líður bara eins og hún sé að flytja að heiman.
Að öðru leyti er nú mest lítið að frétta, ég geri svo lítið þessa dagana, varla að ég fari út í búð að versla í matinn, snýst allt um að læra bara. Eða jú, eitt enn, ég fór til Hornafjarðar í gær út af vinnunni. Ég fílaði mig alveg svakalega nútíma bissness konu, bara í flugvél með eina fartölvu í farangri og var að grúska í innri endurskoðun allan daginn. Já, já, svona er þetta í dag :) Þessi ferð lét mig fá þá hugmynd að maður þyrfti að splæsa á sig útsýnisflugi einhvern góðan veðurdaginn, svakalega flott að fljúga svona yfir og skoða litla landið sitt.
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home