Life goes on
Já, svona eins og hún Lean Rhymes söng svo skemmtilega hérna um árið. Lífið heldur áfram og í gær urðu enn ein kaflaskiptin í okkar lífi þegar við María Rún hættum að brjóstastússast :) Núna er semsagt dagur #2 að líða án þess að hún hafi fengið brjóstið og hún virðist bara taka því nokkuð vel. Reyndar held ég að það sé aðeins að safnast í þau enþá hjá mér, veit ekki alveg hvernig þetta fer, vona bara að ég fái engar sýkingar. Ég keypti Stoðmjólk og hún féll nokkuð vel í kramið, ég krosslegg samt alltaf fingur þegar ég gef henni eitthvað nýtt og vona að hún fái ekki í magann, það hefur sem betur fer aldrei gerst :)Suss, myndatakan í vinnunni í morgun. Ég fór extra snemma að sofa í gær (kl.23.00) og ætlaði að vakna og fara í sturtu og vera fersk á því... nei, nei, ætlaði aldrei að komast fram úr í morgun og mætti svona hálfsofandi í vinnuna. Sem betur fer var súper sminka á staðnum og gerði alla á svæðinu alveg grunsamlega ferska í útliti (svona miðað við að klukkan var nú bara 8:30 á virkum degi). Ég var einstaklega meðfærileg hjá ljósmyndaranum, hún hafði orð á því að hún þyrfti ekki að biðja mig um að "brosa með augunum" eins og alla hina, hehe, trixið? Ég hugsaði bara um Maríu Rún þegar ég horfði í linsuna ;)
Já, og í dag var síðasti sjéns að skrá sig á árshátíðina í vinnunni. Ég sló til og bókaði okkur Leif. Árshátíðin verður í Ljubliana (Slóveníu) í ár, einhvern tímann í lok nóvember, krosslegg bara fingur um að það sé ekki of nálægt einhverjum prófum eða verkefnum í skólanum :P Það verður (vonandi) gaman fyrir okkur að komast eitthvað bara við tvö, spurning hverjum maður á að treysta fyrir litlu rúsínunni yfir heila helgi... guð, ég tími varla að skilja hana eftir, kannski ég reyni að pota henni með sem handfarangri!
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home