föstudagur, september 30, 2005

Klukk

Jæja, gat nú skeð. Einhver leikur í gangi á netinu þar sem allir sem eru klukkaðir eiga að lista út 5 staðreyndir um sjálfa sig og ekki sakar ef það eru einhverjar sérvitringslegar staðreyndir, en hey, ég sérvitur!? Never...

1. Ég bursta alltaf tunguna þegar ég bursta tennurnar.
2. Einu sinni ætlaði ég aldrei í lífinu að eignast barn, hvað þá BÖRN.
3. Mér finnst tilhugsunin um að eignast annað barn alveg fín, en tilhugsunin um að þurfa að fara í blóðprufu... *hrollur*
4. Ég get ekki farið í WorldClass nema að fá MINN skáp í kvennaklefanum.
5. Ég þoli ekki skipulagsleysi, eins og það að Leifur vill geyma alla reikningana sína í hrúgu ofan í skúffu en ekki vel sorteraða inn í möppu og svo krumpast öll blöðin. Oh, fer í mínar fínustu sko.

En jæja, best að fara að undirbúa sófakartöflukvöld. Idolið loksins að byrja, jé, þetta verður gaman :)

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home