fimmtudagur, september 29, 2005

Extra mikið koffín

Augun á mér eru í stíl við varalitinn í dag... Ég er svo þreytt að ég er alveg að mygla. Leifur þurfti endilega að leigja Sin City í gær og það er svo góð mynd að ég bara gat ekki sofnað yfir henni fyrr en í miðri mynd. Er þar af leiðandi með 3 bolla af tei mér við hönd hérna í vinnunni, allt með koffíni að sjálfsögðu :-) eða kannski ætti kallinn að vera 8-) Ég er öll að komast í gírinn núna.

María Rún þurfti endilega að taka upp á því að vakna kl.3 í nótt, *dæs* er alltaf að vakna á nóttunni núna við það að hún skríður af stað og snýr sér eitthvað út í horn og allt verður mega óþægilegt fyrir hana. Þá kemur eitthvað svaka kjökur og ég stekk upp til að bjarga málunum. Supermom, það er ég!

Ég er komin með þá kenningu að Superman sé upprunalega stæling af orðinu Supermom og að þetta sé einhver fantasía um það hvernig karlmenn myndu upplifa sjálfa sig ef þeir gætu gert það sem mömmur geta. Ég er alveg viss um það, síðan ég varð mamma get ég gert allt það sama og Súbbi, nema kannski fljúga, en ég get látið Maríu Rún fljúga :D

Nei, nei, bara svona pælingar hérna í kaffipásunni í vinnunni :P

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home