sunnudagur, október 02, 2005

Helgin

Á föstudaginn fór Leifur aðeins út með vinum sínum. Sem er svosem ekki í frásögur færandi nema að ég var heima á meðan og átti erfitt með að fara að sofa þó ég væri orðin þreytt. Fór loksins í bólið um 2 leitið og vaknaði síðan aftur síðar um nóttina við það að Leifur kom heim og þá var ég andvaka alveg til hálf 7 um morguninn :( Ég var komin með áhyggjur af því hvað ég væri með miklar áhyggjur... þess vegna gat ég ekki sofnað.

Svo í gær mundi ég eftir smá ráði frá Bjarna bró um það að maður ætti að gera eitthvað fyrir sig þegar manni líður illa eins og mér leið í gær, leið hálf illa undan öllum þessum áhyggjum og streitu. Þannig að ég fór í WorldClass til að hlaupa aðeins og pantaði mér tíma á hárstofunni í leiðinni í strýpur. Ég hálf sá eftir því um leið og ég settist í stólinn. Ég bað um dáldið mikið af strýpum og hárgaurinn sagði bara "ekkert mál" og tók til minnsta lokk sem ég hef á æfi minni séð, örugglega ekki nema 6 hár, skipti þeim upp, 3 undir álpappírinn og 3 ofan á og byrjaði að smyrja lit á hárin... "Díses, þetta á eftir að taka sinn tíma" hugsaði ég og já, rúmlega 190 mínútum síðar hljóp ég alveg út úr Classanum og keyrði eins og mófó heim því þá var klukkan orðin 18:00 og við Leifur áttum að mæta á árshátíð Samskipa um kl.19:00. Great!

Þetta hafðist þó allt saman og við keyrðum Maríu Rún til ömmu Eyglóar í pössun um hálf 8 og fórum síðan í salinn í Gullhömrum í Grafarholtinu þar sem árshátíðin var. Rúmlega 400 manna partý og ég þekkti svona 3 á svæðinu, Leif, Rúnar frænda og Lóu. En svo kannaðist ég líka við 4 aðra þannig að þetta var bara fínt. Maturinn var vel heppnaður og skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum þannig að ég skemmti mér alveg stórvel. Og annað hvort er ég algjör hænuhaus eða að þeir voru með 70% vodga á barnum, ég þurfti alla vegana ekki að kaupa mér nema einn kockteil allt kvöldið :)

Gréta - Alltaf að spara!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home