Myndatökur
Mér líst ekkert á þetta, það er starfsmannamyndataka núna á fimmtudaginn hjá mér. Ég er í svakalegu óstuði hvað það varðar þessa dagana. Var að spá að ég á ekki einu sinni neitt nógu skrifstofulegt til að vera í á myndinni. Verð að fá Elísu með mér á verslið á morgun, hún er persónulegi fataráðgjafinn minn :)Annars er þetta bara róleg vika þannig séð, ætla auðvitað að vera dugleg að lesa, fyrsta prófið mitt er þarnæsta laugardag :( Guð minn einasti hvað ég verð fegin þegar þessu skólastússi lýkur, alveg að verða búin á því hérna. Mig langar bara að fara að geta lesið bækur sem fjalla ekki endilega um fjármál og endurskoðun og mig langar að geta verið að húsmæðrast um helgar en ekki að gera einhver skólaverkefni...
Jæja, farin að lesa.
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home