Próf próf próf...
Jebb, það er deffinitely próf-streita í mér þessa dagana. En hún lýsir sér aðallega í því að ég hef mikla þörf fyrir að fara í gymmið og taka til heima :) T.d. í gær, þá vaskaði ég upp alla íbúðina, tók mig mas. til og skutlaði nokkrum flíkum í handþvott (eitthvað sem ég nenni aldrei að gera) og þvoði svo líka balann sem óhreina tauið er að jafnaði geymt í. Það hefur ekki gerst á einum og sama deginum að öll íbúðin sé tekin í gegn frá því áður en ég varð ólétt. Svo í morgun reif ég mig upp og fór niður í WorldClass að hlaupa og þegar ég var komin heim langaði mig að fara aftur niður eftir og hlaupa aðeins meira. Svona er þetta :)Ég reyni samt að halda þessu öllu innan skynsemismarka, WorldClass hjálpar mér að fá ekki of mikla vöðvabólgu undan lestrinum og tiltektirnar, tja þær taka auðvitað enda þegar allt er orðið hreint :) Svo nú er bara að byrja að lesa og troða Maríu Rún í pössun hvar sem því verður við komið, tengdó og Siggi bró taka sitthvora vaktina í dag :)
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home