mánudagur, október 24, 2005

Smá breytingar

Ákvað að breyta aðeins útlitinu á blogginu, finnst þessi sumargræni litur ekki alveg passa núna þegar veturinn er að ganga í garð.

Það var mikill léttir að klára þetta blessaða próf núna á laugardaginn. Ég held að það séu svona 60% líkur á að ég nái því, sem er fínt, mér fannst vera um 50% líkur áður en ég fór í prófið að þetta myndi ganga upp. Það var mikið spennufall eftir þetta og við stelpurnar ákváðum að lyfta okkur aðeins upp og fórum á stelpudjamm á laugardagskvöldið. Það var fínt, vorum reyndar ekkert lengi, ég var komin heim um kl.2. Svo fannst mér svo hræðilegt að fara að faðma barnið mitt nokkrum klukkustundum síðar angandi af reykinga og drykkjulykt þannig að ég fór í sturtu áður en ég fór í háttinn kl.2.30 um nóttina :) Fínt maður.

Sunnudagurinn var afskaplega rólegur, ég fór í gymmið og svo til ömmu Dóru. Þar var hálfgert ættarmót í gangi, Guðjón frændi frá Danmörku í heimsókn. Tók fullt af myndum en ég bara finn ekki snúruna til að plögga vélinni við tölvuna og flytja myndirnar yfir, ekki nógu gott, verð að kaupa mér snúru.

Í dag fórum við María Rún svo til læknisins í 6 mánaða skoðun og sprautu. Vá, sprautan var alveg hræðileg. Doksi sagði að börn grétu yfirleitt í svona 5 sek. undan efninu á meðan líkaminn væri að draga til sín efnið. María Rún Leifsdóttir þurfti sko að gráta í amk. 5 mínútur og var með ekkasog í alveg 45 mínútur á eftir, bara svona til að það kæmist örugglega til skila að þessi sprauta var alveg hræðileg! Þetta var allt að gerast um leið og kvennafundurinn var niðrí bæ, þannig að við misstum eiginlega af honum, en við röltum þarna framhjá á leiðinni aftur heim. María var að sofa úr sér þetta áfall í vagninum :P Þorði ekki einu sinni að taka hana inn strax, lét hana bara sofa úti í smá stund.

En núna ætla ég að fara að læra dáldið.
Bæjó.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home