föstudagur, október 21, 2005

Síðasti sumardagur

Í dag er víst síðasti sumardagur og María Rún fagnar hálfs árs afmæli í dag :) Var reyndar að velta því fyrir mér hvort sumarið á Íslandi væri alltaf 6 mánuðir skv. dagatalinu, og líka því sem er enn mikilvægara að vita, hvaða bjartsýnismaður var það sem ákvað að sumarið á Íslandi skyldi teljast 6 mánuðir á ári!? Dear God, we'd dance naked on the streets ef það væri satt!

Og stórfréttir: tönn nr. 2 er komin fram! Ekkert smá bráðþroska þetta barn :) hefur það auðvitað frá mömmu sinni :P Púff, ég verð víst að setja pening aftur í baukinn fyrir tönnina. Það var svo mikill peningur í bauknum þegar við fórum með hann í bankann í gær að hún fékk bæði smekk og disk frá Georgi mörgæs :) Á nú pabbi hennar mest allan heiðurinn af því að vera duglegur að setja klink í baukinn. Reyndar einum of duglegur, ég get ekki einu sinni fundið einn tíkall á heimilinu til að setja í stöðumæli, hvað þá meira.

En jæja, ég ætla að fara og eyða þessu kvöldi í að leysa skattadæmi (jei). Prófið er í fyrramálið, ég held að það séu ekki nema svona 50/50 líkur á að ég nái prófinu, ég meina, þetta er bara erfitt fag og ég hef bara alls ekki haft þann tíma sem ég hefði persónulega þurft til að lesa, en í versta falli fer ég bara í endurtektarpróf í ágúst á næsta ári, svo sem ekkert end of the world ef þetta hefst ekki.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home