Átaksblogg
Ég horfði á Sirrý í gær og fannst það góður þáttur. Velti því fyrir mér að breyta mínu bloggi í svona átaksblogg, en ég held það muni ekki ganga upp því hugmyndin er að fá stuðning frá sínum nánustu í gegnum comment á bloggin og það hefur nú ekki farið mikið fyrir commentum á þessu bloggi upp á síðkastið...Engu að síður hef ég ákveðið að losa mig við 4 kíló fyrir jólin :) Ég veit það er dáldið tæpt, ekki nema rétt rúmar 8 vikur til jóla! (ó mæ got, þarf að fara að undirbúa jólakortin...) En það er ekkert gaman að þessu ef það er engin áskorun í gangi. Ég er nú búin að vera í íþróttum í nokkur ár og er búin að þróa hið fullkomna kerfi fyrir mig, það er ekkert víst að það virki fyrir neinn annan, þess vegna hef ég ekki hugsað mér að gefa út bók til að afhjúpa leyndarmálið, sorrý.
En svona til gamans ætla ég samt að láta fljóta með fréttir af því hvernig gengur. Fyrsta skrefið í því að losa sig við 4 kíló er að sjálfsögðu að taka matarræðið í gagngera endurskoðun. Nú, ég hætti að borða nammi eins og ég sagði frá hérna um daginn (nema ísblóm þegar illa stendur á). Það gengur fínt og er líklegt til að valda 1 kíló missi á 8 vikum. Annað sem þarf að gera er að drekka 2 l. af vatni á dag, það hjálpar líkamanum að hreinsa út eins og 1 kg. á 8 vikum. Í þriðja lagi þarf að fara í gymmið og brenna burt skvabbið, gæti losað mig við 1 kg. samt ekki alveg víst því vöðvar eru víst þyngri en fita = gæti staðið í stað með það.
Já, þetta er ca. planið fyrir nóvember, 2 kg. burt með vatni og réttara matarræði en venjulega, meira salat, út með brauð, inn með hrökkbrauð og All-Bran í staðinn og passa að eiga nóg af fiski og kjúlla í kvöldmatinn :)
Gréta - loosin' it.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home