Harðsperrur
Ég er með svo miklar harðsperrur í hliðarspikinu í dag að ég er að spá í að fara ekki í gymmið. Ég var á dansnámskeiði um helgina, alveg svakalega gaman, einhverjir gaurar sem vinna við að búa til dansspor fyrir tónlistarmyndbönd að kenna. Ég kann auðvitað ekkert að dansa, skráði mig því í byrjendahópinn og var þar ein með 35 öðrum 12 ára stelpum að sveifla mér eitthvað fram og til baka :D En mér fannst þetta það gaman að ég er að spá í að splæsa á mig dansnámskeiði eftir áramótin.Annars er bara brjálað að gera í skólanum eins og venjulega. Ég strax orðin alla vegana fjórum köflum eftir á í lestri, en er að fara að læra núna á meðan María Rún tekur beauty-blundinn sinn :)
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home