1 kg farið :)
1 gone, 3 to go! Vigtaði mig í morgun í gymminu og sá að 1 kíló af fjórum er farið. Juhú! Ég þakka það ötulli vatnsdrykkju undanfarna daga, alveg ótrúlegt hvað vatn getur gert mikið fyrir mann :)Annars fékk ég nú hálfpartinn áfall í skólanum í morgun. Var þarna bara eins og venjulega, hálfsofandi að undirbúa mig undir að fara að glósa og fattaði þá þegar ég skrifaði dagsetninguna í bókina mína að það er kominn nóvember! Djí, it came early this year...
Já, ég veit, ég er old fashion þegar kemur að glósumálum, ég er alveg með laptop, en ég glósa samt ekki á tölvu heldur á blað með penna, þremur mismunandi litum til að vera nákvæm :) Æj, þetta er bara svona, old habits dót, nenni ekki að breyta neitt um stíl núna, á bara fjóra áfanga eftir og þá er ég útskrifuð.
Ég vil nota tækifærið og óska Evu Maríu og Steinþóri innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem kom í heiminn núna á sunnudagsmorguninn. Hlakka til að sjá myndir og kíkja svo í heimsókn kannski líka, svona þegar traffíkin frá nánustu ættingjum fer aðeins að hjaðna.
Annars er ég nú farin að punkta niður nokkrar óskir um jólagjafir fyrir Maríu Rún, ég er alltaf svo snemma í jólagjöfunum, hef aldrei skilið fólk sem kaupir jólagjafir 23. og hvað þá 24. desember. Ég á bara eftir að kaupa 6 gjafir... tja, kannski eina fyrir Leif líka. Ókey, hérna er það sem Maríu Rún vantar:
Handklæði (með mynd eða húfu)
Samfellur (stærð 80 og yfir)
Náttföt (stærð 80 og yfir)
Koppur
Leikgrind á hjólum (svo hún geti farið í göngutúra)
Dúnsæng (þessi sem við erum með er lánssæng)
Snjóþota
Beisli
og svo kannski smá dót með hávaða til að æra mömmu sína og pabba :)
Annars er ég búin að ákveða að ég nenni ekki að baka fyrir jólin í ár. Hef alltaf verið voða húsmóðir í mér og gert 5-7 mis-heppnaðar sortir, en ég bara nenni því ekki núna, þetta er ömurlegt eldhús hérna með hundleiðinlegum bakstursofni þannig að ég ætla bara að fara í ránsferð til mömmu og tengdamömmu og fá kökur hjá þeim :) Þær eru með svo svakalega flotta ofna og baka líka bestu kökurnar.
Gréta - byrjuð að undirbúa jólin.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home