mánudagur, nóvember 07, 2005

Tími til að svitna

Jæja, árlegt reality check og hjartaáfall í kjölfarið í gær. Var að fara yfir stöðuna hjá mér og sé að ég er alveg light years eftir á í lestri í skólanum, suss, eins gott að fara að bretta upp ermarnar, spenna upp augun og fara að lesa núna :( En það á örugglega eftir að verða allt í lagi þar sem María Rún er byrjuð hjá dagmömmunni, þá hef ég góðan tíma á mánudögum og þriðjudögum til að lesa.

Þessi helgi var alveg óvenju góð, ég fór á konukvöld á laugardaginn með Rakel frænku, þvílíkt fínn matur og skemmtilegar kynningar frá alls konar aðilum þarna, en Rakel var einmitt að kynna Artdeco förðunarvörurnar. Maður gat fengið að prófa "sársaukalausa" vaxmeðferð, ég ruddist auðvitað upp á svið og lét taka lubbann undir höndunum í burtu :) hehe, gleymdi einmitt að raka í síðustu viku, kom sér vel bara. Og já, alveg merkilegt þá var þetta bara nokkuð sársaukalaust eins og kynnirinn sagði, kannski ekki alveg tilfinningalaust, segi það ekki, en maður engdist ekkert um eftir á.

Svo í gær fór ég til Þóru að föndra jólakortin í ár. Æji, gerði bara 5 kort, það verður framhald næstu helgi heima hjá Elísu. Þá ætlar hún að baka köku og vera búin að hengja upp eins og eina eða tvær jólaseríur til að skapa jólastemmingu :) Gaman, gaman. Já, talandi um jólin þá ætla ég að tilkynna það hér með að okkur vantar EKKI föt á Maríu Rún í jólagjöf! Siggi bró og Edda komu í gær og lánuðu okkur dáldið af þeim fötum sem Anna Katrín á og er ekki enþá búin að vaxa upp í og það var svo svakalega stór bunki af fötum að ég þurfti að endurraða í öllum fatahirslum í húsinu. Þannig að já, no clothes needed :)

En nú er ég farin að læra,
Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home