föstudagur, nóvember 04, 2005

Fyrsti dagurinn

...hjá dagmömmunum var í gær :) Þá fór María Rún til Súsý frænku og Möggu og var þar í heilan dag. Og ég fór í vinnuna í fyrsta sinn frá því fyrir páska og var í heilan dag líka. Úff, það tók á, svona um 2 leytið var ég farin að spá í hvernig fólk getur almennt unnið bara í alveg 8 tíma 5 daga vikunnar!? Allt vinnuþrek horfið hjá mér. Og þar sem ég drekk ekki kaffi leitaði ég í súkkulaði og önnur sætindi sem ég fann til að halda mér í sambandi, ekki mjög gott.

Það gekk nú betur hjá Maríu Rún, hún var bara í essinu sínu allan daginn og lék við allar sínar tær og fingur, hæst ánægð með lífið og tilveruna og nýtt hlutskipti. Ég þurfti að vera aðeins frameftir í vinnunni þannig að amma Eygló náði í hana til Súsý og var svo með hana til kl.18.00. Vá, hún hefur aldrei verið svona lengi í einu í pössun. Enda orðin dáldið þreytt þegar hún kom heim og steinsofnaði fyrir hálf 9! (það er sko snemmt á þessum bæ).

En svo hætti hún auðvitað við að vera góða barnið og vaknaði aftur um 11 og vildi koma fram og fá pela og svona. Ekkert sérstaklega vinsælt þar sem við vorum nú á leiðinni í háttinn sjálf.

Og núna er kominn dagmömmudagur nr.2 og ég er bara búin að pakka öllum áhyggjum varðandi það ofan í kassa og setja inn í geymslu (geymi þær þar í nokkur ár fyrir litla bróðir :) Ég hélt kannski að hún færi eitthvað að kvarta þegar hún fattaði að hún þyrfti að vera allan daginn í pössun, en nei, nei, það bara gekk fínt. Á reyndar eftir að sjá hvernig næsta vika þróast, börn byrja stundum að gráta á 3.-4. degi þegar þau fatta að það er eitthvað nýtt trend að myndast.

Ég trúi því varla að það sé strax kominn föstudagur, kannski af því að ég var bara að byrja að vinna í gær og finnst þá að það hafi verið mánudagur í gær... handy :) En jæja, best að fara að koma sér að verki, er að fara í einhverjar fiskatalningar í dag suður í Garði, gaman gaman.

G.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home