föstudagur, nóvember 11, 2005

Ekki gott

Ég fékk mér súkkulaði áðan í vinnunni. Oj, ekkert smá vont! Ég er búin að vera frekar dugleg undanfarið við að neita mér um nammi (því það er yfirleitt ekki mjög megrandi) og svo núna áðan þegar ég var búin að réttlæta það fyrir mér í svona 20 mínútur að það væri nú allt í lagi að fá sér eitt súkkó því það væri föstudagur og svakalega langt síðan síðast og svona... og þá bara ojjj, geðveikt vont, líkaminn alveg búinn að stilla sig inn á hollustuna, því miður eða sem betur fer. Þannig að núna er svona sterkasta stöffið sem ég þoli í súkkulaði geiranum Kókó mjólk, verð bara að halda mig við hana :)

Ég ætla að fara í gymmið á morgun, kannski á eftir líka, er alveg að verða viðþolslaus á þessu hreyfingarleysi :( Svo ætlar Elísa að æfa hjúkkutaktana og taka saumana fyrir mig á sunnudaginn, hún er nú alveg að verða búin með sjúkraliðann og kann þetta. Suss, það kostar næstum 3.000 kall að mæta til læknisins og láta gera þetta þar, ég held ég hafi nú ýmislegt þarfara við peningana mína að gera.

...eins og að kaupa mér skó, mig vantar orðið nýja götuskó. Var að sjá það núna í vikunni að sólinn á uppáhalds skónum mínum er farin að hanga eitthvað frá skónum, svona full rónalegt kannski. En góð nýting greinilega! Hver segir svo að ungt fólk í dag nýti ekki hlutina sína til fulls? eða er ég kannski eitthvað að misskilja þetta, er ekkert í ungt-fólk-í-dag-flokknum lengur :P

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home