mánudagur, nóvember 21, 2005

Jólaseríur

Ég er farin að sjá jólaseríur á stangli um bæinn, greinilegt að sumir ætla að vera snemma í þessu í ár. Persónulega finnst mér aðventan samt alltaf vera þau tímamörk sem notast ætti við hvað varðar jólaskraut. Ekki af því að þá er komin aðventa heldur meira af því að jólaskrautið verður bara allt orðið rykfallið loksins þegar jólin koma ef maður skreytir of snemma.

Hér á Sóleyjargötunni erum við t.d. enþá bara á þrífi-stiginu, eins og í fyrradag, þá tók ég mig til og þreif ískápinn og örbylgjuofninn. Kræst, dugði nú ekkert minna en stálull á þann pakka. Svo var Leifur að þrífa skápana að utan í dag. Við erum samt ekkert að stressa okkur á þessu, það verða alveg jól þó svo einhver hilla inn í geymslu verði ekki þurrkuð í tæka tíð.

Ég var nefninlega að pæla í því að framundan er mikill spenningur fyrir jólunum þegar María Rún fer að vaxa aðeins upp og átta sig á gangi mála. Þannig að við ætlum að nota tækifærið þessi jól og halda friðarjól í orðsins fyllstu merkingu. Það verður bara afslöppun og kósýheit á aðfangadag :) Förum samt auðvitað í möndlugrautinn hjá ömmu Eygló í hádeginu, megum ekki missa af því.

Já, annað í fréttum er að Leifur tók loksins eftir blómunum núna um helgina, rúmum 10 dögum eftir að ég umpottaði :) Alveg sko... Og svo er María Rún með þvílíka kvefið, stífluð alla vegana upp í heila, ég þurfti að vakna þrisvar í nótt til að hjálpa henni að losa stíflurnar, hún gat varla andað :( Einhver vírus í heimsókn hjá okkur þessa dagana...

Jæja, farin í skólann,
Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home