föstudagur, nóvember 18, 2005

Alltaf föstudagur

Það er bara alltaf föstudagur þessa dagana. Við fyrstu sýn gæti það hljómað mjög vel en það er samt ekki nógu gott, þetta þýðir bara að dagarnir eru að rjúka frá mér og alltaf styttist í prófin :( Nú, að sjálfsögðu þýðir það að ég er komin með streytu enn einu sinni. Ég held ég þurfi að fara á Reykjarlund þegar þetta skóladót er loksins búið.

Super nanny þátturinn núna síðast var góður. Þar var frk. Jó að kenna foreldrum að svæfa börnin sín, en María er einmitt eitthvað aldrei á þeim buxunum að fara að sofa. Þá er það víst oft þannig að börnin þurfa svona smá quality time með mömmu og pabba og verða mjög óörugg ef allur dagurinn líður án þess að það gerist. Þá getur verið erfitt að koma þeim í rúmið. Svo núna er búið að setja upp smá heimilisdagskrá hjá okkur þar sem það er útlistað hvenær María á mömmutíma, pabbatíma og svo fjölskyldutíma, t.d. á laugardögum, þá er rólótími :) Vona að það gangi upp, það er frekar þreytandi eins og í gær, þá var hún 95 mínútur að sofna, það segir sig sjálft að maður er hálf úrvinda eftir það og ég bara hafði ekki orku í að fara að byrja að læra kl.22.00 í gærkvöldi. Það er út af þessu sem mér finnst alltaf vera föstudagur...

Eitthvað meira í fréttum...? Nah, eiginlega ekki, frekar hversdagslegt umhverfi þessa dagana. Ég var eitthvað að pakka inn fleiri jólagjöfum í gær og komst að því að jóla-spirit stuðullinn hjá mér er nákvæmlega núll. Ég er í engu jólastuði, ekki einu sinni nálægt því. Það hvarflaði mas. að mér í gær að segja mig bara úr þjóðkirkjunni svo ég hefði löglega afsökun til að vera ekki að standa í þessu veseni alltaf :P En jæja, sjáum hvort eitthvað gerist eftir 19. desember, þá er síðasta prófið hjá mér.

Gréta - mygluð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home