þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Sloppin

Jæja, einkunnin fyrir hræðilega skattaprófið kom í dag... ég náði :) Var mas. í topp 10, alltaf gott. Kjaftasögurnar um 50% fall reyndust ekki á rökum reistar, aðeins 10% nemenda náðu ekki.

Helgin sem leið var frekar stíf, djamm og útstáelsi alla dagana, þess vegna bloggaði ég ekkert í gær, leið eins og þá væri sunnudagur og var bara að jafna mig eftir helgina. Það var afmæli bæði föstudag og laugardag og svo föndurkvöld hjá okkur stelpunum á sunnudagskvöldið. Gaman að föndra, var alveg til miðnættis að klára öll jólakortin. Svo var bara rólegt sófakvöld í gærkvöldi og ég byrjaði aðeins að pakka inn jólagjöfunum :)

Bjarni bró og Anna Lára kíktu líka með Nóa og Kolbein á sunnudaginn og við fórum að gefa "öndunum" á tjörninni. Það var reyndar rigning og ekkert spennandi veður til að fara þannig séð, en þegar fólk kemur sér ferð í bæinn til að gefa öndunum þá fer maður ekkert að hætta við þó það komi nokkrir dropar! Sem betur fer, það hafði greinilega enginn nennt að koma að gefa allan daginn og þegar fuglarnir sáu okkur komu þeir alveg hlaupandi á móti okkur, hef nú aldrei orðið vitni að því áður. Svo löbbuðum við smá rúnt í bænum og Nói fékk kleinu á leiðinni til baka. Var enþá að dunda sér með kleinuna þegar við löbbuðum fram hjá tjörninni og þá kom alveg gæsahjörð aðvífandi til að fá bita af kleinunni, hehe, æj, það var svo krúttlegt að sjá Nóa hlaupa með svona 20 gæsir á eftir sér út af einni kleinu. Algjör dúlla.

Úff, ég verð að vera dugleg að læra í dag, lærði ekkert alla helgina (frekar en venjulega þrátt fyrir fögur fyrirheit á hverjum fimmtudegi) og svo nennti ég bara ómögulega að læra í gær :P (lazy crazy...)

Já, og svo er ég loksins farin að geta mætt aftur í gymmið, þvílíkur léttir :) Það jaðraði við að ég finndi bara fyrir innri frið og hamingju þegar ég komst loksins á brettið mitt í Classanum. Ég veit, ég á bágt, en það er hægt að venja sig á margt vitlausara en að hreyfa sig.

Jæja, farin að læra.
Gréta.

ps.
Loksins komnar nýjar myndir á myndasíðuna okkar (sjá link hægra megin á síðunni).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home