Á símanum
Jæja, er á símanum í vinnunni í dag! :) Það er sko árshátíð hjá vinnunni erlendis og þá vantar í afleysingar á símann og ég tek vaktina fyrir hádegi í dag. Dáldið stressandi, týndi t.d. Stefáni Svavars hérna í símkerfinu áðan, ekki gott mál. Fann hann sem betur fer aftur með því að hamast á öllum tökkunum á lyklaborðinu :DJá, við hættum við að fara í ferðina, gat ekki hugsað mér að fara frá Maríu Rún yfir alveg heila helgi, mér finnst 4 dagar dáldið too much á meðan hún er svona lítil :) Talandi um Maríu Rún þá setti ég inn nokkrar myndir í gær á myndasvæðið (sjá link hægra megin). Ég lofa að reyna að vera duglegri að taka myndir af okkur Leifi líka, alltaf bara barnið á myndunum :P Svona er þetta með fyrsta barn, til alveg óteljandi myndir og svo þegar barn nr. 2 kemur þá er bara eins og það sé ekki til, engar myndir teknar af því...
Ég er endanlega búin að sjá það að Leifur er með skrítnari mönnum sem ég þekki. Núna í fyrradag eldaði ég grýtu, svosem ekkert spes við það, hafði hvítlauksbrauð með en það var bara til hálft brauð. Svo ég ákvað að vera svaka góð við kallinn og skammtaði honum góða hlutann af hvítlauksbrauðinu og borðaði sjálf endann. Svo þegar hann kom heim úr vinnunni, úrvinda af þreytu eftir 13 tíma gámaviðgerðir þá fékk hann sér hakkið en skildi brauðið eftir. Svo þegar ég fór að spyrja hann út í brauðið sagði hann að honum fyndist endarnir bestir og langaði ekki í miðjuna! Hverjum finnst endinn góður á hvítlauksbrauði!? Ekkert smjör, bara viðbrennd skorpa!
Og svo í gær, þá skipti ég á koddunum okkar. Minn koddi er eitthvað svaka dæmi, heilsukoddi úr Betra bak upp á 8.000 kall eða eitthvað. Hans koddi er svona gervi-heilsukoddi úr svampi keyptur á 500 kall í Rúmfatalagernum. Ég ákvað að skipta til að láta hann prófa koddann minn, ætlaði að kaupa svoleiðis handa honum í jólagjöf. Nei, nei, hann bara "hey, má ég fá minn kodda, þessi er eitthvað svo ómögulegur". Þar fór sú hugmynd... þarf að finna eitthvað annað.
Gréta - með heilann í bleyti.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home